Golfklúbbur Reykjavíkur

Stofnaður árið 1934

Velkomin á vefsíðu GR

Golfklúbbur Reykjavíkur sér um rekstur 18 holu golfvallar í Grafarholti ásamt 6 holu æfingavelli, Grafarkot, sem hentar vel til æfinga á stutta spilinu. Klúbburinn annast einnig rekstur 27 holu golfvallar að Korpúlfsstöðum auk Thorsvallar sem er 9 holu æfingavöllur og hentar byrjendum í golfi vel. Jafnframt rekur klúbburinn golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti og inniaðstöðu fyrir golfæfingar og félagsstarf í klúbbhúsi á Korpúlfsstöðum.

GR Fréttir

Nýjustu fréttir úr starfsemi og rekstri klúbbsins eru birtar hér á vefnum og má sjá þær nýjustu hér fyrir neðan

Börn & Unglingar

Metnaðarfullt barna- og unglingastarf ætlað aldurshópnum 6-18 ára er rekið allt árið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Starfið fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara og hefur alið af sér fjölmarga afrekskylfinga.

Vellir GR

Golfklúbbur Reykjavíkur rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu – Grafarholtsvöll og Korpúlfsstaðavöll ásamt æfingavöllum og æfingasvæði Bása.