Um Mótaröð

Ný innanfélagsmótaröð, Örninn Golfverslun – Mótaröð GR, hefst sumarið 2018, um er að ræða aldursflokkaskipta punktakeppni fyrir alla fullgilda meðlimi klúbbsins sem hafa náð 19 ára aldri.

Leikið verður vikulega til skiptis á Korpúlfsstaðavelli og Grafarholtsvellli. Keppendur geta valið hvort þeir leiki á mánudegi eða þriðjudegi í hverri leikviku, þannig að hver umferð stendur tvo daga og hægt er að velja hvorn daginn leikið er.
Fyrirkomulag mótaraðarinnar er punktakeppni þar sem keppendur geta valið sér teiga (hvíta, gula, bláa eða rauða) við hæfi og taka forgjöf samkvæmt völdum teigum. Leikmenn verða að merkja á skorkort af hvaða teigum leikið er. Leikvikur eru 10 talsins og gilda 6 bestu skorin á mótaröðinni.

Um aldursflokkakeppni er að ræða og verða veitt verðlaun í fjórum flokkum karla og kvenna, alls átta flokkum. Sama aldursskipting er í báðum flokkum en þeir eru:

19-29 ára
30-49 ára
50-64 ára
65 ára og eldri

Punktahæsti einstaklingurinn óháð flokkum verður útnefndur punktameistari GR.

Keppnis-
skilmálar

Keppnisskilmála fyrir Örninn Golfverslun - Mótaröð GR má finna hér:

Keppnisskilmálar fyrir punktakeppni GR 2018.pdf

Staðan

Í skjölum hér að neðan má finna uppfærðar stöður úr Örninn Golfverslun - mótaröð GR:

ÖrninnGolf mótaröð 2018 lokastaða.pdf

Styrktaraðili

Örninn Golfverslun er styrktaraðili mótaraðarinnar og heitir mótaröðin Örninn Golfverslun - Mótaröð GR. Örninn Golfverslun rekur glæsilega verslun fyrir kylfinga á Bíldshöfða og sér meðal annars um vöruúrval í golfverslunum klúbbsins. Alla tíð hefur samstarf verið farsælt því er ánægjulegt að kynna þessa viðbót í samstarfi klúbbsins við verslunina. 

Mótstjóri

Atli Þór Þorvaldsson er mótstjóri mótaraðarinnar og er með síma 894-2811.