Íslandsmót
í golfi 

Íslandsmótið í golfi 2019 fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 8.–11. ágúst. Mótið fór síðast fram þar fyrir áratug eða árið 2009. Íslandsmótið í ár verður það 17. frá upphafi sem fram fer í karlaflokki á Grafarholtsvelli og það 15. í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í fyrsta sinn í kvennaflokki. 

Flestir af bestu kylfingum landsins verða á meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi 2019. Framundan er spennandi keppni á frábærum keppnisvelli sem hefur sjaldan verið í betra ástandi. Íslandsmótið 2019 er það 78. í röðinni í karlaflokki frá upphafi og það 52. í röðinni í kvennaflokki.   

Fréttir af Íslandsmóti