Meistaramót GR


 

Meistaramót Golfklúbbs Reykajvíkur 2016


Skráning í Meistaramót GR 2016 hefst miðvikudaginn 22. júní á golf.is
Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2016 fer fram dagana 3.-9. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 3. júlí til þriðjudagsins 5. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3. flokkur karla og kvenna, 4. og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu.

Miðvikudaginn 6. júlí til laugardagsins 9. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur.
Skráning í mótið hefst miðvikudaginn 22. júní kl.10:00 á golf.is. Greiða þarf við skráningu.

Mótsgjald:
72 holur = 9.100 kr.
54 holur = 8.100 kr.
Börn og unglingar = 6.100 kr.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að móti loknu.

Hér fyrir neðan má sjá forgjafarflokka Meistaramóts Golfklúbbs Reykjavíkur 2016.

Karlar
Meistaraflokkur karla: fgj. 0-4,4
1.flokkur karla: 4,5-10,4
2.flokkur karla: 10,5-15,4
3.flokkur karla: 15,5-20,4
4.flokkur karla: 20,5-27,4
5.flokkur karla: 27,5-54
Karlar 50 ára og eldri: 0-10,4
Karlar 50 ára og eldri: 10,5-20,4
Karlar 50 ára og eldri: 20,5-54
70 ára+ karlar


Konur
Meistaraflokkur kvenna: fgj. 0-10,4
1.flokkur kvenna: 10,5-17,4
2.flokkur kvenna: 17,5-24,4
3.flokkur kvenna: 24,5-31,4
4.flokkur kvenna: 31,5-54
Konur 50 ára og eldri: 0-16,4
Konur 50 ára og eldri: 16,5-26,4
Konur 50 ára og eldri: 26,5-54
 70 ára+ konur

Börn og unglingar
12ára ogy. hnokkar
12ára ogy. hnátur
13-14 ára telpur
13-14 ára drengir
15-16 ára stelpur
15-16 ára strákar
17-18 ára stúlkur
17-18 ára piltar


Golfklúbbur ReykjavíkurStyrktaraðilar GR