Opna COBRA mótið í boði Hole in One


22.09.2015
Opna COBRA mótið í boði Hole in One verður haldið á Grafarholtsvelli sunnudaginn 27. september. Ræst er út af öllum teigum samtímis kl.11:00, mæting kl.10:00. Mikilvægt er að þeir sem ætla að spila saman í holli séu skráðir hlið við hlið í rástíma á golf.is. ATH: Ræst er út af öllum teigum samtímis kl.11:00, mæting kl.10:00. 

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Aukaverðlaun verða veitt fyrir þann sem á lengsta upphafshögg á 10. braut og fyrir þann sem er næstur holu í öðru höggi á 18. braut.

Fyrir mót verður öllum þátttakendum í Opna COBRA mótinu boðið upp á fría bolta í Básum.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 22. september kl.12:00, á www.golf.is. Greiða þarf mótsgjald við skráningu á www.golf.is


Verðlaun í boði Hole in One:

Forgjafaflokkur 0-8,4:
1. sæti: Cobra driver að eigin vali ásamt mælingu verðmæti allt að 70.000 kr.
2. sæti: Cobra Fly-Z kerrupoki að verðmæti 40.000 kr.
3. sæti: Cobra tour wedge að verðmæti 24.000 kr.

Forgjafaflokkur 8,5 og hærra:
1. sæti: Cobra driver að eigin vali ásamt mælingu verðmæti allt að 70.000 kr.
2. sæti: Cobra Fly-Z kerrupoki að verðmæti 40.000 kr.
3. sæti: Cobra tour wedge að verðmæti 24.000 kr.

Besta skor:
1. sæti: Cobra Fly-Z burðarpoki að verðmæti 40.000 kr.

Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins:
2. braut: Platínukort í Bása
6. braut: Platínukort í Bása
11. braut: Platínukort í Bása
17. braut: Platínukort í Bása

Aukaverðlaun:
Lengsta upphafshögg á 10. Braut með Cobra driver: Platínukort í Bása og 10þús kr gjafabréf í Hole in One
Næstur holu í öðru höggi á 18. braut: Platínukort í Bása

Sérregla í mótinu: „Á 10.holu er leyfilegt notast við lánsdriver í upphafshöggi“.

Úrslit í mótinu verða svo birt á www.grgolf.is mánudaginn 28. september, seinni part dags. Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með þriðjudeginum 29. september.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Ómar Örn Friðriksson og hefur Ómar netfangið omar@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við HOLE IN ONE golfverslun

0 hafa sagt sína skoðun

Segðu þína skoðun

Fyrst um sinn getur aðeins ritstjóri spjallsins stofnað til nýrrar umræðu í kerfinu. Félagsmenn, sem vilja koma af stað umræðu um tiltekið málefni, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við ritstjórann á netfanginu omar@grgolf.is.

Styrktaraðilar GR