Bílahótel - mótaröð eldri kylfinga – Lokahóf og verðlaunaafhending


24.09.2015
Nú er vel heppnaðri BÍLAHÓTEL - mótaröð eldri kylfinga lokið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sumarið 2015. Mót sumarsins voru fimm talsins, þar með talið meistararmót klúbbsins. Samtals voru leiknir 7 hringir í það heila og töldu 4 bestu hringir til verðlauna.

Lokahóf og verðlaunaafhending verður haldin á 2. hæð í klúbbhúsi okkar að Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 29. september. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir þátttakendur. Húsið opnar kl.18:00 og hefst verðlaunaafhending stundvíslega kl.18:30.

BÍLAHÓTEL hefur um árabil  þjónustað flugfarþega sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá upphafi hefur starfsemin haft það að leiðarljósi að bjóða upp á innigeymslu á bílum fyrir flugfarþega, auk þess sem boðið er upp á öll almenn bílaþrif sem og alla almenna viðhaldsþjónustu á bílum. Tilvalið er að skoða heimasíðuna www.bilahotel.is áður en af lagt er að stað í flugið.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Golfklúbbur Reykjavíkur

2 hafa sagt sína skoðun

Frá: Hannes Ríkarðsson

03.10.2015

Hvernig fór?

Frá: Hannes

09.10.2015

Hannes after . Er kominn á Klakann aftur og sé, að úrslitin eru enn leyndarmál.

Segðu þína skoðun

Fyrst um sinn getur aðeins ritstjóri spjallsins stofnað til nýrrar umræðu í kerfinu. Félagsmenn, sem vilja koma af stað umræðu um tiltekið málefni, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við ritstjórann á netfanginu omar@grgolf.is.

Styrktaraðilar GR