Fréttir

20. okt 2017

Ólafía Þórunn á 9 yfir pari eftir tvo daga í Taívan

Ólafía ÞórunnÓlafía Þórunn keppir á LPGA mótinu Swinging Skirts sem fram fer í Taívan nú um helgina. Eftir tvo hringi er Ólafía á 9 höggum yfir pari, enginn niðurskurður er í mótinu og fá keppendur því tækifæri á að leika alla fjóra hringina sem leiknir eru.

16. okt 2017

Ólafía Þórunn upp um 523 sæti á árinu

Ólafía Þórunn er númer 181 á heimslistanum í golfi kvenna. Á einu ári hefur Ólafía farið upp um 523 sæti á listanum, úr 704 í 181. Ólafía heldur því áfram að bæta besta árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á heimslistanum í golfi en staða á listanum er gífurlega mikilvæg fyrir stöðu keppenda fyrir Ólympíuleikana 2020 í Tokýó í Japan.

13. okt 2017

Vetrarlokun á Grafarholtsvelli frá og með mánudegi 16. október

Frá og með næsta mánudegi, 16. október, mun Grafarholtsvöllur loka fyrir veturinn. Þessi lokun nær einnig yfir Grafarkotsvöll.

Styrktaraðilar GR