Meistaramót GR 2012


08.06.2012
Meistaramót GR - 13

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur fer fram dagana 1.-7.júlí. Leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 1.júlí til þriðjudagsins 3.júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3.flokkur karla og kvenna, 4.flokkur karla og 5.flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu. Miðvikudaginn 4.júlí til laugardagsins 7.júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur.

Skráning í Meistaramótið hefst miðvikudaginn 20.júní kl.10 á www.golf.is og henni lýkur miðvikudaginn 27.júní kl.12 á hádegi. Greitt er við skráningu með kredikorti á www.golf.is  Verð í þriggja daga mót er 6800.-kr og 7800.-kr í fjögurra daga mót. Eins og undanfarin ár eru fjöldatakmarkanir í alla flokka. Hámarksþátttakendafjöldi í hvern flokk er 90 manns. Við viljum því benda kylfingum á að skrá sig tímanlega.

Allar upplýsingar um Meistaramót GR verða að finna á heimasíðu GR, www.grgolf.is undir Meistaramót GR. Þar inn koma allir rástímar og helstu fréttir. www.golf.is er eingöngu notað til að halda utan um mótið forgjafarlega séð. Þátttakendur eru beðnir að hafa þetta í huga.

Forgjafarflokkar


Karlar

Meistaraflokkur karla: fgj. 0-4,4
1.flokkur karla: 4,5-10,4
2.flokkur karla: 10,5-15,4
3.flokkur karla: 15,5-20,4
4.flokkur karla: 20,5-27,4
5.flokkur karla 27.5-36,0


Konur


Meistaraflokkur kvenna: 0-10,4
1.flokkur kvenna: 10,5-20,4
2.flokkur kvenna: 20,5-28,4
3.flokkur kvenna: 28,5 og hærra 

« Til baka

Styrktaraðilar GR