Golfnámskeið í september


26.08.2016
Æfingar í mars

Arnar Snær , PGA golfkennari, heldur áfram með námskeiðin sín hjá okkur í haus og eru þegar komin tvö námskeið á dagskrána sem hefjast núna í byrjun september. Annars vegar er um að ræða Byrjendanámskeið þar sem kennd eru undirstöðuatriði í golfsveiflunni og stuttaspili og farið yfir golfreglurnar. Hins vegar verður Námskeið fyrir lengra komna þar sem farið verður ítarlegra í sveifluna ásamt stuttaspili.

1. Byrjendanámskeið:
Námskeiðið er fimm skipti (5x60 mín) frá klukkan 19:00 – 20:00 á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem kennd eru undirstöðuatriði í golfsveiflunni og stuttaspili. Kennt verður í Básum, Grafarholti og hefst námskeiðið 6. september og verður á eftirtöldum dagsetningum:

6. sept:   Pútt og vippkennsla
8. sept:   Grunnatriði golfsveiflunnar
13.sept:  Golfsveiflan fínpússuð 
15.sept:  Pútt og vippkennsla og glompa 
20.sept:  Teighögg og sveiflan fínpússuð

Verð 12.000 kr. 
Kennari er Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari
Hámarksfjöldi er 6 manns
Skráning fer fram á arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.

 

2. Fyrir lengri komna:
Tilvalið fyrir kylfinga með 10-28 í forgjöf og vilja koma og viðhalda sveiflunni inn í haustið. Námskeiðið er fimm skipti (5x60 mín) frá klukkan 20:00 – 21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem farið er í yfir öll atriði golfsveiflunnar. Kennt verður í Básum, Grafarholti og hefst námskeiðið 6. september og verður á eftirtöldum dagsetningum:

6. sept:   Pútt og vippkennsla
8. sept:   Grunnatriði golfsveiflunnar
13.sept:  Vanaferli og trékylfurnar
15.sept:  Pútt og vippkennsla og glompa 
20.sept:  Teighögg og sveiflan fínpússuð

Verð 12.000 kr. 
Kennari er Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari
Hámarksfjöldi er 6 manns
Skráning fer fram á arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.

 

« Til baka

Styrktaraðilar GR