Arnar Snær heldur jólagolfnámskeið


24.11.2016
Jólagolf

Arnar Snær, PGA golfkennari, hefur ákveðið að setja saman eitt jólagolfnámskeið fyrir þá sem hafa hug á að halda sveiflunni í lagi fram á nýja árið. Námskeiðið verður fimm skipti (5x60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á mánudögum og miðvikudögum þar sem farið er yfir öll atriði í golfsveiflunni og stuttaspili. 

Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið 5.desember í Básum í Grafarholti

5.des:    Grunnatriði golfsveiflunnar
7.des:    Pútt og vippkennsla
14.des:  Golfsveiflan fínpússuð
16.des:  Pútt og vippkennsla
21.des:  Teighögg og sveiflan fínpússuð

Verð 12.000 kr. 
Kennari: Arnar Snær Hákonarson, PGA golfkennari
Hámarksfjöldi: 6 manns
Skráning: arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.

« Til baka

Styrktaraðilar GR