Náðu árangri - golfnámskeið í mars/apríl


07.03.2017
Golfnámskeið

Nú fer óðum að styttast í sumarið og því fylgir undirbúningstímabil golfarans þá er tilvalið að fínpússa sveifluna og koma vel undirbúin til leiks. Golfklúbbur Reykjavíkur býður upp á fjölbreytt námskeiðahald fyrir konur, byrjendur og lengri komna.

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson, PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 
Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan.

Algjör byrjandi
Námskeiðið hentar þeim sem er að taka sín fyrstu skref í golfi og farið verður í grunnatriði í sveiflu og stuttaspili. Námskeiðið er þrjú skipti (3x60 mín) frá klukkan 20:00-21:00 á mánudögum. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið mánudaginn 20.mars í Básum í Grafarholti

20.mar:  Golfsveiflan – Básar
27.mar:  Golfsveiflan – Básar
3.apr:     Grunnatriði stuttaspil – Korpa

Verð 9.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)


Kvennanámskeið
Námskeiðið er fjögur skipti (4x60 mín) frá klukkan 20:30-21:30 á þriðjudögum. Námskeiðið er sérsniðið fyrir konur og verður lögð áhersla á að lengja teighögg og járnahögg ásamt því að fínpússa sveifluna fyrir komandi tímabil. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið þriðjudaginn 21.mars í Básum í Grafarholti

21.mar:  Básar – Sveifla
28.mar:  Básar – Lengri teighögg
4.apr:     Básar – Golfsveiflan fínpússuð
11.apr:   Básar – Brautartré

Verð 12.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

 
Framhaldsnámskeið fyrir „byrjendur“
Námskeiðið hentar þeim sem hafa tekið sín fyrstu skref í golfinu og vilja taka næsta skref í sínum leik hvort sem það er að fá betra vald á sveiflunni eða fá öryggi til að fara út á völl. Námskeiðið er fjögur skipti (4x60 mín) frá klukkan 20:00-21:00 á miðvikudögum. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið miðvikudaginn 22.mars í Básum í Grafarholti

22.mar:   Básar – Tækni
29.mar:   Básar – Trékylfur
5.apr:      Básar – Kylfuval
12.apr:    Básar - Stutthögg 

Verð 12.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Sláðu lengra og beinna - fyrir lengri komna
Námskeiðið er fjögur skipti (4x60 mín) frá klukkan 21:00-22:00 á miðvikudögum. Námskeiðið er hugsað fyrir kylfinga sem eru komnir með góða þekkingu á eigin sveiflu en hafa verið í vandræðum með stefnu og lengd í teighöggum og járnahöggum. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið miðvikudaginn 22.mars í Básum í Grafarholti.

22.mar:   Básar – Járnahögg
29.mar:   Básar – Teighögg
5.apr:      Básar – Brautartré 
12.apr:    Básar – Blendingar/trékylfur

Verð kr. 12.000. (Boltar ekki innifaldir)

« Til baka

Styrktaraðilar GR