Púttmótaröð GR kvenna - 3. umferð var leikin á þriðjudag


08.02.2018
Kvennapútt

Það var góður hópur GR kvenna sem mættu kátar til leiks á þriðja púttkvöldi vetrarins á Korpu. Þröngar brautir af öllum lengdum gerðu völlinn krefjandi og skemmtilegan fyrir okkar konur en það kom ekki í veg fyrir flott skor.  Á  fæstum höggum fóru þær Lára Eymundsdóttir og Auðbjörg Erlingsdóttir sem spiluðu betri hringinn sinn á aðeins 27 höggum. Auðbjörg  spilaði seinni 9 á færri höggum en Lára og telst því á besta skori kvöldsins. Hennar bíður glaðningur hjá okkur nefndarkonum næsta þriðjudag. 

Nú fer spennan að aukast í mótinu sjálfu en Hafdís Guðmundsdóttir skaust á toppinn að loknum síðasta hring. Fast á hæla hennar raða konur sér og munar aðeins 2 höggum á fyrsta og tólfta sætinu. Það er því ljóst að það stefnir í spennandi keppni um púttmeistara GR kvenna í ár. 

Næsta þriðjudag höldum við áfram keppni. Húsið er sem fyrr opið frá kl.18 - 21. Við vekjum athygli á að það eru æfingar í húsinu fram að opnun. 

Hlökkum til að sjá ykkur kátar og glaðar!

Kær kveðja
Kvennanefndin

« Til baka

Styrktaraðilar GR