Nýjir félagar

Golfklúbbur Reykjavíkur býður nýja félaga velkomna, biðlisti hefur myndast í klúbbinn fyrir komandi tímabil 2017 en um að gera að senda okkur umsókn hér

Hjá GR er besta aðgengi að golfi á höfuðborgarsvæðinu, við bjóðum upp á 60 golfholur fyrir félagsmenn okkar ásamt öflugu félagsstarfi þar sem allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi. Í klúbbhúsum okkar er boðið upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir félagsmenn sem og aðra gesti og er aðstaðan til fyrirmyndar. Tilvalin staður til að kynnast nýju fólki og stunda hreyfingu og útvist á sama tíma.  

Á okkar snærum er að finna menntaða PGA golfkennara sem sjá meðal annars um golfkennslu fyrir félagsmenn ásamt því að stýra gríðarlega metnaðarfullu barna- og unglingastarfi félagsins allt árið um kring. 

Það eru spennandi tímar framundan hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og langar okkur að bjóða nýja félagsmenn að taka þátt í þeim verkefnum með okkur. Hér að neðan má finna það helsta sem er í boði fyrir félagsmann í GR:

 • Golfklúbbur Reykjavíkur býður nýja félagsmenn velkomna í klúbbinn án inntökugjalds.
 • 18 holu golfvöllur í Grafarholti   
 • 27 holu golfvöll á Korpúlfsstaðvelli    
 • 6 holu æfingavöllur í Grafarkoti    
 • 9 holu æfingavöll á Korpúlfsstaðavelli
 • Æfingasvæði á báðum völlum fyrir vipp og pútt
 • Æfingasvæðið Básar sem er eitt það besta í Evrópu - www.basar.is
 • Klúbbhús þar sem boðið er upp á fyrsta flokks þjónustu, veitingar og aðstöðu 
 • Aðgangur á vinavelli GR 
 • Sjö PGA golfkennarar eru á okkar snærum - fyrir félagsmenn eru í boði golfnámskeið bæði yfir sumartímann og vetrartímann, einstaklings og hópakennsla -Kennara okkar má sjá hér
 • Inniæfingaaðstaða á Korpu yfir veturinn
 • Öflugt barna, unglinga og afreksstarf - frekari upplýsingar má finna hér
 • Í félagi okkar er öflugt félagsstarf, kvennastarf, karlastarf, eldri kylfingastarf og klúbbastarf allt árið
 • Gott upplýsingastreymi fyrir félagsmenn
 • Golfbúðir á báðum völlum okkar
 • Golfbílar til leigu fyrir félagsmenn og gesti
 • Fjöldi innanfélagsmóta sem og opin mót
 • Góð þjónusta 


Gjaldskrá fyrir sumarið 2017:


Félagsmenn 19-26 ára verður 49.900 kr.   
Félagsmenn 27-70 ára verður 99.750 kr.  
Félagsmenn 71-74 ára verður 74.800 kr.
Félagsmenn 75 og eldri verður 74.800 kr.
Félagsmenn 75 og eldri* verður 49.900 kr.
*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband við skrifstofu okkar í síma 585-0200.

Golfklúbbur Reykjavíkur    

Styrktaraðilar GR