Umsókn í Golfklúbb Reykjavíkur

Golfklúbbur Reykjavíkur býður nýja félaga velkomna til liðs við okkur, ekki er  verið að innheimta inntökugjald fyrir nýja félagsmenn sem ganga í klúbbinn.

Hjá GR er besta aðgengi að golfi á höfuðborgarsvæðinu, við bjóðum upp á 60 golfholur fyrir félagsmenn okkar ásamt öflugu félagsstarfi þar sem allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi.

Í klúbbhúsum okkar er boðið upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir félagsmenn sem og aðra gesti og er aðstaðan þar til fyrirmyndar. Tilvalin staður til að kynnast nýju fólki og stunda hreyfingu og útvist á sama tíma.

Gjaldskrá Golfklúbbs Reykjavíkur 2016

Félagsmenn 0–18 ára verður 14.250 kr.
Félagsmenn 19–26 ára verður 47.500 kr.
Félagsmenn 27–70 ára verður 95.000 kr.
Félagsmenn 71–74 ára verður 71.250 kr.
Félagsmenn 75 og eldri verður 71.250 kr.
Félagsmenn 75 og eldri* verður 47.500 kr.
*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt

Styrktaraðilar GR