Börn & unglingar
Börn & unglingar
Metnaðarfullt barna- og unglingastarf, ætlað aldurshópnum 6-18 ára, er rekið allt árið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Starfið hefur alið af sér kylfinga sem eru meðal þeirra fremstu og hefur skilað klúbbnum glæsilegum sigrum í öllum flokkum.
Barna- og unglingastarf klúbbsins fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara sem leggja metnað sinn í að kynna allar hliðar golfíþróttarinnar fyrir ungmennum. Mikið er lagt upp úr því að auka færni og hjálpa þeim að mótast sem kylfingar og einstaklingar í heilbrigðu umhverfi.
Við tökum vel á móti nýjum iðkendum og bjóðum þá hjartanlega velkomna í hópinn. Öllum er velkomið að koma og prufa æfingar hjá okkur. Við vonumst til að sem flestir finni sig vel í starfinu og hafi gaman af því að stunda golfæfingar í góðra vina hópi.
Hægt er að er ráðstafa frístundarstyrk sveitarfélaga upp í æfingagjöld hjá klúbbnum.
Æfingatafla
Heils/hálfsárs

Skráning
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler - Golfklúbbur Reykjavíkur | Vefverslun (sportabler.com)
Æfingatafla
Sumaræfingar

Æfingagjöld
2022
Golfklúbbur Reykjavíkur býður upp á mismunandi skráningarleiðir barna og unglinga í klúbbinn og er hægt að nýta frístundastyrk sveitafélaganna til ráðstöfunar æfingagjalda. Eftirfarandi leiðir eru í boði:
Allt að sex æfingar í viku
Vetraraðild 1, kr. 30.000
Frá 1. janúar til 1. júní
Aðgangur að æfingum barna- og unglingastarfs GR frá 1. janúar til 1. júní
Allt að fjórar æfingar á viku
Sér æfingatími fyrir meðlimi vetraraðildar
Allt að sex æfingar í viku
Allt að fjórar æfingar í viku
Vetraraðild 2, kr. 20.000
Frá 1. október til 18. desember
Aðgangur að æfingum barna- og unglingastarfs GR frá 1. október til 18. desember
Allt að fjórar æfingar á viku
Sér æfingatími fyrir meðlimi vetraraðildar
SAMSKIPTARÁÐGJAFI ÍÞRÓTTA OG ÆSKULÝÐSSTARFS
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar.
Þjónusta og ráðgjöf samskiptaráðgjafa stendur öllum þeim til boða sem tilheyra skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á landinu.
Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um starf samskiptaráðgjafa með því að smella á hnappinn hér til hliðar