Eldri kylfingar

Eldri kylfingar klúbbsins eru iðnir við að halda golfiðkun sinni gangandi, sama hvað árstíðunum líður. Á undanförnum árum hefur öldunganefnd  haldið mótaraðir yfir sumartímann sem ætlaðar eru kylfingum 50 ára og eldri. Vetrarstarf er einnig öflugt hjá eldri kylfingum klúbbsins, margir mæta alla daga og pútta og er meðal annars haldið bingó einu sinni í mánuði.

Innanfélags-
mót 70 ára
og eldri

Árið 2021 verður leikið í Innanfélagsmóti öldunga GR 70 ára og eldri, alls eru leiknar fjórar umferðir og telja þrír bestu hringirnir til stiga. Keppt er í Stableford punktakeppni og leika allir keppendur af rauðum teigum. Hvert mót er 9 holur og fara allar umferðir fram á Ánni.

Leikið verður á eftirfarandi dagsetningum:

29. júní  ræst út frá 09:00-11:30
16. júlí ræst út frá 09:00-11:30
24. ágúst ræst út frá 09:00-11:30
15. september  ræst út frá 09:00-11:30

Skráning fer fram á Golfbox og í golfverslun á Korpu, mótsgjald er kr. 1.000 sem greitt er hjá mótstjóra, Karli Jóhannssyni eða Kristjáni Jóhannssyni gjaldkera, þegar mætt er til leiks.

Hver umferð verður auglýst sérstaklega á vef félagsins viku fyrir mót.  

Fréttir úr starfi eldri kylfinga