Eldri kylfingar

Eldri kylfingar klúbbsins eru iðnir við að halda golfiðkun sinni gangandi, sama hvað árstíðunum líður. Á undanförnum árum hefur öldunganefnd  haldið mótaraðir yfir sumartímann. Vetrarstarf er einnig öflugt hjá eldri kylfingum klúbbsins, margir mæta alla daga og pútta og er meðal annars haldið bingó einu sinni í mánuði.

Bingó
dagskrá

Bingó er liður í félagssstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 60 ára og eldri, yfir vetrartímann. 

Það eru ávallt flottir vinningar í boði og almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð eldri kylfinga.

Dagská bingónefndar lítur svona út fram að vori:

  • 13. janúar
  • 3. febrúar
  • 24. febrúar
  • 17. mars
  • 31. mars - Páskabingó

Við hvetjum alla félagsmenn sem hafa náð 60 ára aldri til að mæta og taka þátt í félagsstarfi!

Innanfélags-
mót 70 ára
og eldri

Árið 2023 verður leikið í Innanfélagsmóti öldunga GR 70 ára og eldri, alls eru leiknar fimm umferðir og telja þrír bestu hringirnir til úrslita. Keppt er í Stableford punktakeppni og leika allir keppendur af rauðum teigum. Hvert mót er 9 holur og fara allar umferðir fram 9 holum Korpunnar.

Áætlaðir mótsdagar 2023 eru eftirfarandi:

19. maí 9 holur   ræst út frá 08:30-11:00
02. júní  9 holur ræst út frá 08:30-11:00
23. júní 9 holur ræst út frá 08:30-11:00
14. júlí 9 holur ræst út frá 08:30-11:00
04. ágúst  9 holur    ræst út frá 08:30-11:00

Skráning fer fram á Golfbox og í golfverslun á Korpu, mótsgjald er kr. 1.000 sem greitt er hjá mótstjóra, Karli Jóhannssyni eða Kristjáni Jóhannssyni gjaldkera, þegar mætt er til leiks.

Hver umferð verður auglýst sérstaklega á vef félagsins viku fyrir mót.  

Fréttir úr starfi eldri kylfinga