Kvennastarf
Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.
Kvennanefnd GR
Kvennanefnd GR árið 2023 er þannig skipuð:
Guðrún Íris Úlfarsdóttir | tölvupóstur |
Kristín Halla Hannesdóttir | tölvupóstur |
Aðalbjörg Ársælsdóttir | tölvupóstur |
Halldóra Jóhannsdóttir | tölvupóstur |
Við hvetjum allar konur sem vilja taka þátt í starfinu með okkur til að bæta sér í
facebook hópinn okkar - GR konur
Sumarmótaröð GR kvenna
2022
Sumarmótaröð GR kvenna 2022 hefst mánudaginn 30. maí og verða sex umferðir leiknar í ár. Leikið verður á 6 dagsetningum í sumar og munu 3 bestu umferðirnar gilda til úrslita. Dagsetningar sem leikið á verða þessar:
- 30. maí - Grafarholt
- 13. júní - Korpa
- 20. júní - Grafarholt
- 27. júní - Korpa
- 11. júlí - Grafarholt
- 18. júlí - Korpa
Með von um frábært golfsumar og mikla gleði, gott golf og æðislegt veður!
Kvennanefnd GR