Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.

Kvennanefnd GR

Sigríður Oddný Marinósdóttir Formaður
Guðrún Íris Úlfarsdóttir Gjaldkeri
Inga Nína Matthíasdóttir
Kristín Halla Hannesdóttir
Halldóra Jóhannsdóttir

Sumarmótaröð GR kvenna
2022

Sumarmótaröð GR kvenna 2022 hefst mánudaginn 30. maí og verða sex umferðir leiknar í ár. Leikið verður á 6 dagsetningum í sumar og munu 3 bestu umferðirnar gilda til úrslita. Dagsetningar sem leikið á verða þessar:

  • 30. maí - Grafarholt
  • 13. júní - Korpa
  • 20. júní - Grafarholt
  • 27. júní - Korpa
  • 11. júlí - Grafarholt
  • 18. júlí - Korpa

Með von um frábært golfsumar og mikla gleði, gott golf og æðislegt veður!

Kvennanefnd GR

Fréttir úr kvennastarfi

Myndir frá kvennastarfi