Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur er án efa stærsti viðburður hvers árs í mótahaldi hjá klúbbnum. Mótið, sem yfirleitt er haldið í byrjun júlí, stendur yfir í 7 daga þar sem keppt er í öllum flokkum. Þátttakendur hafa verið allt frá 400-600 og er því mikið um að vera á vellinum á mótsdögum. Meistaramóti lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu á laugardegi þar sem félagsmenn koma saman og gleðjast yfir góðum árangri.

Meistaramót
GR 2019

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2019 fer fram dagana 7. – 13. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 7. júlí til þriðjudagsins 9. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, 70 ára og eldri karlar, 50 ára og eldri karlar í forgjafarflokkum 10,5-20,4 og 20,5-54. 70 ára og eldri konur, 50 ára og eldri konur í forgjafarflokkum 16,5-26,4 og 26,5-54. Þá leika einnig 3. flokkur karla og kvenna og 4. og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika þriggja daga mót eða 54 holur.

Miðvikudaginn 10. júlí til laugardagsins 13. júlí leika karlar 50 ára og eldri í forgjafarflokk 0-10,4 og konur 50 ára og eldri í forgjafarflokk 0-16,4, 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika fjögurra daga mót eða 72 holur.

Keppendur 18 ára og yngri leika í sínum aldursflokki nema að þeir hafi meistaraflokksforgjöf þá er þeim heimilt að leika í Meistaraflokki. 

Athugið að upplýsingar þessar eru allar birtar með fyrirvara um breytingar.

Mótsstjórn

Mótsstjóri Meistaramóts GR 2019 er Harpa Ægisdóttir, s: 660-2778

Yfirdómari Meistaramóts GR 2019 er Aron Hauksson, s: 894-9070

Aðrar upplýsingar um mótsstjórn er að finna hér:

Mótsstjórn 2019_3 dagar.pdf

Mótsstjórn 2019_4 dagar.pdf

Áætlaðir
rástímar

Áætlaðir rástíma í Meistaramót 2019 má sjá hér:

MM áætlaðir rástímar 2019.pdf

Keppnis-
skilmálar

Keppnisskilmálar fyrir Meistaramót GR 2019 er að finna hér

MEISTARAMOT GR 2019 - Keppnisskilmalar.pdf

Staðar-
reglur

Grafarholt - Staðarreglur

GR - Staðarreglur - Grafarholt.pdf


Korpa - Staðarreglur

GR - Staðarreglur - Korpa.pdf

Skipting flokka

Flokkar karla

Flokkur Forgjöf Teigur
M.fl. kk. 0-4,4 Hvítur
1.fl. kk. 4,5-10,4 Gulur
2.fl. kk. 10,5-15,4 Gulur
3.fl. kk. 15,5-20,4 Gulur
4.fl. kk. 20,5-27,4 Blár
5.fl. kk. 27,5-54 Rauður
50+ kk. 0-10,4 Gulur
50+ kk. 10,5-20,4 Gulur
50+ kk. 20,5-54 Gulur
70+ kk. 0-54 Rauður

Flokkar kvenna

Flokkur Forgjöf Teigur
M.fl. kvk. 0-10,4 Blár
1.fl. kvk. 10,5-17,4 Rauður
2.fl. kvk. 17,5-24,4 Rauður
3.fl. kvk. 24,5-31,4 Rauður
4.fl. kvk. 31,5-54 Rauður
50+ kvk. 0-16,4 Rauður
50+ kvk. 16,5-26,4 Rauður
50+ kvk. 26,5-54 Rauður
70+ kvk. 0-54 Rauður

Börn & unglingar

Flokkur Forgjöf Teigur
10 ára og yngri kk. 0-54 Gull
10 ára og yngri kvk. 0-54 Gull
11-14 ára kk. 0-23,9 Blár
11-14 ára kk. 24-54 Rauður
11-14 ára kvk. 0-23,9 Rauður
11-14 ára kvk. 24-54 Rauður
15-16 ára kk. Gulur
15-16 ára kvk. Rauður
17-18 ára kk. Gulur
17-18 ára kvk. Rauður

Fréttir af Meistaramóti