Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur er án efa stærsti viðburður hvers árs í mótahaldi hjá klúbbnum. Mótið, sem yfirleitt er haldið í byrjun júlí, stendur yfir í 7 daga þar sem keppt er í öllum flokkum. Þátttakendur hafa verið allt frá 400-600 og er því mikið um að vera á vellinum á mótsdögum. Meistaramóti lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu á laugardegi þar sem félagsmenn koma saman og gleðjast yfir góðum árangri.

Meistaramót
GR 2021

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2021 fer fram dagana 4. – 10. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli, Sjórinn/Áin. Sunnudaginn 4. júlí til þriðjudagsins 6. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, 70 ára og eldri karlar, 50 ára og eldri karlar í forgjafarflokkum 10,5-20,4 og 20,5-54. 70 ára og eldri konur, 50 ára og eldri konur í forgjafarflokkum 16,5-26,4 og 26,5-54. Þá leika einnig 3. og 4. flokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika þriggja daga mót eða 54 holur.

Miðvikudaginn 7. júlí til laugardagsins 10. júlí leika karlar 50 ára og eldri í forgjafarflokk 0-10,4 og konur 50 ára og eldri í forgjafarflokk 0-16,4, 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika fjögurra daga mót eða 72 holur.

Skráning í mótið hefst mánudaginn 21. júní kl. 13:00 í mótaskrá á Golfbox og lýkur fimmtudaginn 1. júlí kl. 12:00. Athugið! Hámarksfjöldi í hvern flokk er 90 manns, ef full skráning verður ekki í alla flokka er hægt að fjölga í öðrum flokkum. Raðað er inn í flokka eftir skráningartíma.

Mótsstjórn

Mótsstjóri:     

Dóra Eyland         dora@grgolf.is      6602784Mótsstjórn:    

Aron Hauksson domari@grgolf.is     8949070
Atli Þór Þorvaldsson atli@grgolf.is 8942811
Ómar Örn Friðriksson    omar@grgolf.is  6602770
Stefán Pálsson 8932830

 

Áætlaðir
rástímar

Áætlaða rástíma í Meistaramóti GR 2021 má sjá hér, athugið að rástímar þessir eru birtir með fyrirvara um breytingar. 

Meistaramót áætlaðir rástímar 2021.pdf

Keppnis-
skilmálar

Keppnisskilmálar Meistarmóts má sjá hér:

MEISTARAMOT GR 2021 - Keppnisskilmálar.pdf

Skipting flokka

Flokkar karla

Flokkur Forgjöf Teigur
M.fl. kk. 0-4,4 Hvítur
1.fl. kk. 4,5-10,4 Gulur
2.fl. kk. 10,5-15,4 Gulur
3.fl. kk. 15,5-20,4 Gulur
4.fl. kk. 20,5-27,4 Blár
5.fl. kk. 27,5-54 Rauður
50+ kk. 0-10,4 Gulur
50+ kk. 10,5-20,4 Gulur
50+ kk. 20,5-54 Blár
70+ kk. 0-15,4 Rauður
70+ kk. 15,5-54 Rauður

Flokkar kvenna

Flokkur Forgjöf Teigur
M.fl. kvk. 0-10,4 Blár
1.fl. kvk. 10,5-17,4 Rauður
2.fl. kvk. 17,5-24,4 Rauður
3.fl. kvk. 24,5-31,4 Rauður
4.fl. kvk. 31,5-54 Rauður
50+ kvk. 0-16,4 Rauður
50+ kvk. 16,5-26,4 Rauður
50+ kvk. 26,5-54 Rauður
70+ kvk. 0-20,4 Rauður
70+ kvk. 20,5-54 Rauður

Börn & unglingar

Flokkur Forgjöf Teigur
10 ára og yngri kk. 0-54 Gull
10 ára og yngri kvk. 0-54 Gull
11-14 ára kk. 0-23,9 Blár
11-14 ára kk. 24-54 Rauður
11-14 ára kvk. 0-23,9 Rauður
11-14 ára kvk. 24-54 Rauður
15-16 ára kk. Gulur
15-16 ára kvk. Rauður
17-18 ára kk. Gulur
17-18 ára kvk. Rauður

Fréttir af Meistaramóti