Áframhaldandi vinavallasamningar við Akranes og Borgarnes undirritaðir

Áframhaldandi vinavallasamningar við Akranes og Borgarnes undirritaðir

Það er ánægjulegt að kynna félagsmönnum að Garðavöllur á Akranesi og Hamarsvöllur í Borgarnesi verða áfram vinavellir GR á komandi tímabili. Báðir vellir hafa á undanförnum árum notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna og má reikna með að þær vinsældir haldi áfram á komandi sumri.

Garðavöllur hefur þegar opnað en Hamarsvöllur mun opna formlega næsta laugardag 15. maí. Félagsmenn GR hafa tveggja daga bókunarfyrirvara á báða velli og fá vallargjald á vinarvallarkjörum, kr. 3.500, þegar þeir skrá sig sjálfir í gegnum Golfbox. Að öðru leyti gilda sömu reglur um leik á völlunum og öðrum vinavöllum félagsins. Áður en leikur hefst skulu félagar staðfesta félagsaðild sína og ganga frá greiðslu vallargjalds. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti, sbr. fyrirtækjamót.

Ef félagsmenn ætla að skrá sig með fyrirvara umfram þann bókunarfyrirvara sem tilgreindur er hér að ofan þarf að gera það í gegnum skrifstofu GL og GB og er vallargjald þá kr. 4.500 pr. kylfing.

Með undirritun þessara samninga eru vinavellir GR nú orðnir tíu fyrir komandi tímabil og má nálgast allar upplýsingar um þá hér - Vinavellir

Hlökkum til golfsumarsins!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit