Bílaumboðið Askja áframhaldandi styrktaraðili MERCEDES-BENZ bikarsins – holukeppni GR

Bílaumboðið Askja áframhaldandi styrktaraðili MERCEDES-BENZ bikarsins – holukeppni GR

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað áframhaldandi samstarfssamning við Bílaumboðið Öskju en Askja hefur verið aðalstyrktaraðili MERCEDES-BENZ bikarsins – holukeppni GR.

MERCEDES-BENZ bikarinn – holukeppni GR var haldin í fyrsta sinn sumarið 2017 og hefur Askja verið aðalstyrktaraðili keppninar frá upphafi. Keppnin er ætluð karl- og kvenkylfingum klúbbsins, 19 ára og eldri, keppnisformið holukeppni er jafnframt hið upphaflega keppnisform í golfi.

Keppni hefst um leið og vellir opna og lýkur með lokahófi strax að úrslitaleik loknum í lok sumars. Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta og annað sætið, sigurvegari fær félagsgjald næsta árs í verðlaun ásamt bikar sem merktur er Golfklúbbi Reykjavíkur og MERCEDES-BENZ, önnur verðlaun er gjafabréf hjá Icelandair. Á síðasta ári var það Sigurður Óli Sigurðsson sem bar sigur úr býtum í keppninni. Mótstjóri MERCEDES-BENZ holukeppni GR 2020 er Atli Þór Þorvaldsson og verður keppnin nánar auglýst þegar nær dregur vori.

Bílaumboðið Askja er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskipavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit