ECCO-púttmótaröðin 2019 – staðan eftir 5. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2019 – staðan eftir 5. umferð

Þórður Pálsson í liði 32 náði besta skori 5. umferðar á 54 púttum sem gerði það að verkum að lið hans náði besta skori kvöldsins, 112 pútt. Pétur Geir og Ási Kristins voru höggi á eftir. Ási var að spila sinn besta hring um áraraðir og var því að vonum kampakátur eftir hringinn er umsjónarmaður náði tali af honum. „Það fór bara allt í, sagði hann skælbrosandi.

Nú er keppnin hálfnuð og þá er tilvalið að skerpa aðeins á reglunum sem mér skilst að sé einhver misbrestur á.

  1. Leikmaður skal leggja bolta sinn 15 cm frá teigmerki að hámarki. Menn hafa farið frekar frjálslega með þessa reglu.
  2. Það er stranglega bannað að leika frá teig að holu í upphituninni.
  3. Það er með öllu óheimilt að gefa sér púttin. Pútta verður út á hverri holu.

    Það má segja að það sé umsjónarmanni að kenna að hafa ekki brýnt fyrir leikmönnum reglurnar og er beðist afsökunar á því.

  4. Ef bolti fer í vegg eða í grófa teppið þá er hann útaf og skal þá endutaka höggið gegn einu víti eins og tíðkast í almennum golfreglum.
  5. Bolti sem er upp við vegg eða teppið, án þess þó að hafa snert, má hnika aðeins til svo megi koma púttershausnum fyrir aftan kúluna, án vítis.

Sem sagt, höfum þetta allt í röð og reglu.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 5. umferð: 
Ecco_05 umferd.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit