ECCO - púttmótaröðin 2019 – staðan eftir 6. umferð

ECCO - púttmótaröðin 2019 – staðan eftir 6. umferð

Aðal númer kvöldsins var lið nr. 5 með Ragnar Ólafsson fremstan í flokki. Ragnar lék best allra á 51 pútti og lið hans kom inn á 107 púttum samtals og hefur liðið komið sér þægilega fyrir í efsta sætinu.

Þetta er þó engan veginn búið og nú byrja lið og einstaklingar, sem alltaf hafa mætt, að henda út sínum verstu hringjum og þá getur staðan breyst all verulega eins og dæmin sanna frá fyrri árum.

Mörg lið og einstaklingar voru að skila sínum bestu hringjum í gær og er ljóst að menn eru að hitna og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin o.s.frv.

  1. Leikmaður skal leggja bolta sinn 15 cm frá teigmerki að hámarki. Menn hafa farið frekar frjálslega með þessa reglu.
  2. Það er stranglega bannað að leika frá teig að holu í upphituninni.
  3. Það er með öllu óheimilt að gefa sér púttin. Pútta verður út á hverri holu.
  4. Ef bolti fer í vegg eða í grófa teppið þá er hann útaf og skal þá endutaka höggið gegn einu víti eins og tíðkast í almennum golfreglum.
  5. Bolti sem er upp við vegg eða teppið, án þess þó að hafa snert, má hnika aðeins til svo megi koma púttershausnum fyrir aftan kúluna, án vítis.

Sem sagt, höfum þetta allt í röð og reglu. 

Annars bara kátur. 

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 6. umferð
Ecco_06 umferd.xlsx
 

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit