ECCO-púttmótaröðin 2019 – Staðan eftir 7. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2019 – Staðan eftir 7. umferð

Nú er runnin upp sú staða að versti hringur dettur út og lið og einstaklingar taka stökk á stigatöflunni, sbr. lið 10 lækkaði skor sitt um 17 högg og fór úr 17. sæti í það ellefta, svo dæmi sé tekið.

Lið 1, sem hefur haft frekar hljótt um sig í vetur, varð aðal númer kvöldsins er liðið kom inn á besta skorinu 108 pútt og lækkaði þar með heildarskorið sitt um 20 pútt því þeirra versti hringur var 128 pútt. Liðið er skipað nýliðum á mótaröðinni og haft var eftir einum leikmanni þeirra að þeir ætluðu að kynnast þessu í ár en vinna svo mótaröðina á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með því. Páll Magnússon úr umtöluðu liði skilaði besta skori kvöldsins, 51 pútt.

Þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegra.

Nú er ég kominn á fulla ferð með að safna verðlaunum og ef einhver er aflögufær þá er það bara vel þegið. Annars redda ég þessu bara. 

Sjaldan er góð vísa o.s.frv.

  1. Leikmaður skal leggja bolta sinn 15 cm frá teigmerki að hámarki. Menn hafa farið frekar frjálslega með þessa reglu.
  2. Það er stranglega bannað að leika frá teig að holu í upphituninni.
  3. Það er með öllu óheimilt að gefa sér púttin. Pútta verður út á hverri holu.
  4. Ef bolti fer í vegg eða í grófa teppið þá er hann útaf og skal þá endutaka höggið gegn einu víti eins og tíðkast í almennum golfreglum.
  5. Bolti sem er upp við vegg eða teppið, án þess þó að hafa snert, má hnika aðeins til svo megi koma púttershausnum fyrir aftan kúluna, án vítis.

Sem sagt, höfum þetta allt í röð og reglu!

Annars bara kátur. 

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 7. umferð

Ecco_07.umferd.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit