ECCO- púttmótaröðin 2019 – baráttan um sæti orðin áþreifanleg eftir 8. umferð

ECCO- púttmótaröðin 2019 – baráttan um sæti orðin áþreifanleg eftir 8. umferð

Þórður Ú. Ragnarsson kom inn á besta skori kvöldsins 54 pútt og tvö lið, nr. 13 og 30, léku á 110 púttum. Staðan breyttist töluvert í einstaklingskeppninni og spennan eykst þó svo að Ragnar Ólafsson virðist klossöruggur í fyrsta sætinu „en þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ eins og Ragnar orðaði það.

Lið 5 með Ragga innanborðs hefur vermt efsta sætið lengi vel og eru sigurstranglegir. Sigurliðið frá því í fyrra, lið nr. 13, skaust úr því fjórða upp í annað sætið eftir gærkvöldið og eru greinilega ekki búnir að gefa þetta frá sér. Þannig að ljóst er að baráttan um sæti er orðin áþreifanleg, hvað svo sem það nú þýðir.

Nú þegar líður að lokum er í mörgu að snúast eins og gengur. Vinsamlegast látið mig vita ef þið komist ekki á lokakvöldið, það skiptir máli í tilliti til veitinga o.s.frv.

Eins og undanfarin ár hefja tíu bestu liðin leik um 19:30 á lokakvöldinu og aðrir verða að mæta vel fyrir þann tíma sem getur þýtt að þeir sem klára snemma verða að koma aftur um kl. 20:00 til að taka þátt í fjörinu í restina. Bara svo menn viti þetta í tíma.

Jú, eitt enn. Þeir sem eiga miða í bjórkassanum góða eru beðnir að klára það mál fyrir lokakvöldið J

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 8. umferð
Ecco_08.umferd.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit