ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 1. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 1. umferð

Þá er púttmótaröðin hafin enn eitt árið og verður ekki annað sagt en hún fari þokkalega af stað. Fyrstu umferð lokið af 10, þar sem 6 telja til verðlauna, það því ekki of seint að skrá sig til leiks ef einhverjir vilja bætat í hópinn.

Lið 36, með Sigurð Olsen innanborðs (54), kom inn á besta skori liða 112 högg. Á það lið eitt högg á félaga sína í liði 26. Annars er þetta rétt að byrja og ekkert í hendi.

Ekki var annað að heyra en flestir væru sáttir við nýja teppið. Þeir sem voru ekki alveg að gera sig afsökuðu sig með því að teppið væri þeim framandi og bendi ég þeim á að Korpuloftið er opið um helgar og er um að gera að mæta þá og venjast teppinu.

Skorkortin
En þá er það alvaran. Það þarf að vanda sig er fylla á út skorkortin. Flest skorkortin eru til fyrirmyndar en svo koma nokkur sem ekki eru alveg að gera sig.

Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum. En þetta lögum við allt í næstu umferð.

Vonandi hefur flest komist rétt til skila í öllum látunum, sem fylgir alltaf fyrsta kvöldinu, en ef ekki þá endilega komið með leiðréttingu næsta fimmtudag eða sendið mér póst.

Mótsgjaldið
Munið að taka 5 þúsund kallinn með þeir sem eiga eftir að greiða.

Annars bara kátur.

Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru að finna hér að neðan í Excel-skjali og á pdf-formi. 

01 umf..xlsx
01 umf..pdf

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit