ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 2. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 2. umferð

Það er ljóst að völlurinn hjá mér í gær var full léttur fyrir suma að minnsta kosti, ég verð að segja það. Dagurinn hófst á því að sigurliðið frá í fyrra kom inn á 112 höggum og þótti mér mikið til koma. En það átti eftir að breytast því áður en dagur lauk kom lið 10 inn á 110 og þá hélt ég að mælirinn væri fullur en annað kom á daginn. Lið 45 kom inn á 109 höggum alveg í lokin og ljóst er að þeir verða til alls líklegir í vetur, það er nokkuð víst. Sem sagt það er komin öskrandi barátta í þetta nú þegar.

Óskar Sæmundsson kom á sínu besta skori til þessa á 53 og skömmu síðar birtust Arnar Unnarsson og Jónas Gunnarsson á sama skori. Mér telst svo til að þetta sé 19 undir pari, þokkalegt.

NÝTT!
Golfklúbburinn í Holtagörðum býður þeim sem nær besta skori í hverri umferð klukkustund í hermi á ró-tíma eins og Viggó í Golfklúbbnum orðar það. Best er að hafa samband við hann í síma 825 9111 fyrir frekari upplýsingar og panta tíma ef út í það er farið. Þar sem þrír voru á besta skori kvöldsins þá varð að draga um hver hlyti hnossið og kom nafn Arnars Unnarssonar upp úr hattinum. Arnar til hamingju með það, Sigurður Olsen var bestur í fyrstu umferð og fær hann að sjálfsögðu sama vinning.

Mætum hressir næsta fimmtudag.

Annars bara kátur! 

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 2. umferð
02-umf..xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit