ECCO púttmótaröðin 2020: staðan eftir 3.umferð

ECCO púttmótaröðin 2020: staðan eftir 3.umferð

Það var svolítið kvartað yfir því að völlurinn væri langur og erfiður samkvæmt því enda skorið í hærra lagi hjá mörgum. En svo voru nokkrir sem tóku ekkert eftir því að búið væri að lengja völlinn og spiluðu eins og herforingjar og má þar fremstan nefna Guðmund Þorra Jóhannesson, úr hinu sigursæla liði nr. 13, sem kom inn á 53 höggum eins og ekkert væri og náði lið hans næstbesta skori kvöldsins, 112 högg. Besta liðsskorinu náði hið fornfræga lið nr. 7 eða 111 slög sem verður að teljast asskoti gott.

Þar með er það ljóst að Guðmundur Þorri fær hinn langþráða klukkutíma hjá Viggó í Golfklúbbnum Holtagörðum. Til hamingju með það.

Mætum hressir næsta fimmtudag.

Annars bara kátur! 

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð:

03-umf 2020.xlsx

03-umf 2020.pdf

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
S: 898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit