ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 4. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 4. umferð

Jónas Gunnarsson í liði 45 er greinilega orðinn aðalkallinn, kominn með örugga forystu í einstaklingskeppni, með 6 högga forskot á næsta mann eftir að hafa spilað á 53 í 4. umferð sem leikin var á fimmtudag. Þess skal getið, fyrir þá sem ekki vita, að Jónas á glæstan feril að baki á púttmótaröðinni. Hann sigraði nokkuð örugglega 2014 og var í öðru sæti 2013 og 2015. Síðan hefur hann verið í fríi frá púttmótaröðinni þar til nú.

Jón Karlsson, í liði 1, lék einnig á 53 höggum sem var besta skor kvöldsins. Dregið var á milli Jónasar og Jóns um hvor fengi hinn langþráða klukkutíma hjá Viggó í Golfklúbbnum Holtagörðum og kom það í hlut Jónasar Gunnarssonar. Til hamingju með það!

Það vill svo til að lið nr. 1, með Jón Karlsson innanborðs, er í fyrsta sæti í liðakeppni, einu höggi á undan liði 45 sem hefur Jónas Gunnarsson innan sinna raða. Þetta er svolítið skemmtilegt.

Veðrið sem skall á fyrir helgina hefur greinilega skipt einhverju máli því mæting var verri en oft áður.

Þess skal getið til gamans, en þó í alvöru, að hinn margnefndi Jónas fékk Skúla gripasala til að setja nýtt, extra þungt, grip á pútterinn sinn. Menn ættu kannski að skoða það og reyna að mjaka sér upp töfluna, nei ég segi bara svona.

Mætum hressir næsta fimmtudag ef veður leyfir.

Annars bara kátur!

Hér er að finna staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð - 04-umf.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
S: 898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit