ECCO- púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 6. umferð

ECCO- púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 6. umferð

Það var nokkuð gott skor í gær hjá óvenjumörgum liðum enda bauð völlurinn uppá það. Tvö lið komu inn á 109 höggum og mörg önnur lið fylgdu fast á eftir. Þrír voru jafnir á 53 höggum, þeir Guðmundur Björnsson, Jóhann Sigurðsson og Sæbjörn Guðmundsson. Eftir drátt hjá sýslumanni kom nafn Jóhanns Sigurðssonar upp úr pottinum og hlýtur hann klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum í Holtagörðum. 

Jæja, nú byrjar ballið fyrir alvöru í næstu umferð því þá fara að detta út verstu hringirnir og reynslan hefur sýnt að þá breytist röð manna og liða oft á tíðum verulega og verður gaman að fylgjast með því.

Samkvæmt nýjustu tölum er lið nr. 1 nr. 1 og Hjalti Pálma besti einstaklingurinn en eins og áður segir er ekkert orðið öruggt ennþá.

Nú er bara að vona að veðrið verði til friðs og við getum haldið áfram eins og ekkert sé. 

Annars bara kátur.

Sjáumst hressir næsta fimmtudag!

Hér má sjá stöðu liða og einstaklinga eftir 6. umferð -  06-umf.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
s: 898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit