ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 7. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 7. umferð

Þá er ballið byrjað og staða manna og liða tekur „stökkbreytingum“. Lið 24 kom mjög á óvart og lék best allra liða á 107 höggum, henti út 21 höggi og lyfti sér upp um ellefu sæti og svona mætti lengi telja. 

Sigurjón Þ. Sigurjónsson lék best einstaklinga á 52 og er það besta skor einstaklings í vetur enn sem komið er og fær hann klukkutímann hjá Viggó að launum.

Jónas Gunnarsson virðist klossöruggur í fyrsta sæti einstaklinga en lið hans (45) og lið nr. 1 hafa skipst á um forystuhlutverkið meira og minna í allan vetur og nú munar aðeins einu höggi á liðunum.

Að lokum verð ég að biðja Jóhann Halldór Sveinsson, sem lék á 53 í síðust viku ásamt þremur öðrum, afsökunar á að hafa ekki minnst á hann í þeim pakka og til að bæta grú ofan á svart var hann ekki með í pottinum er dregið var um klukkutímann hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Kemur ekki fyrir aftur, vonandi. L

Sjáumst hressir og vel sprittaðir næsta fimmtudag.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 7. umferð - 07-umf.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
s: 898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit