ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 8. umferð

ECCO-púttmótaröðin 2020: Staðan eftir 8. umferð

Jóhann Halldór Sveinsson, komst í sviðsljósið eftir 6. umferð er ég gleymdi að minnast á hann, en hann var í hópi þeirra sem léku best þá. En nú er hann orðinn ógleymanlegur enda lék hann best allra í gær á 51 höggi, og sló þar með met Sigurjóns frá síðustu umferð og fær hann klukkutímann hjá Viggó að launum. Ekki nóg með það heldur henti hann út 12 höggum og skaust upp í 1. sæti einstaklinga.

Lið nr. 1 lék vel í gær og skellti sér í 1. sætið. Þeirra helstu andstæðingar, lið 45, brugðu sér af bæ en koma sterkir til leiks í næstu umferð að mér skilst.

Annars var skorið nokkuð gott og er greinilegt að menn eru að venjast nýja teppinu nema völlurinn hafi verið svona léttur. Lið 7 lék best liða á 107 höggum og mjökuðu sér upp í það fjórða.

Eins og staðan er núna höldum við áfram að hefja leik kl. 14 til að dreifa álaginu og gott væri að menn kæmu á svipuðum tíma næst og þeir gerðu í gær. Mér fannst dreifingin takast vel og lítið um örtröð eða þannig.

Sjáumst hressir og vel sprittaðir næsta fimmtudag!

Annars bara kátur.

Hér má sjá stöðu liða og einstaklinga eftir 8. umferð - 08-umf.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
s: 898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit