ECCO-púttmótaröðin 2020: Verðlaun

ECCO-púttmótaröðin 2020: Verðlaun

Sælir félagar, vonandi eru allir við góða heilsu.

Eins og fram hefur komið standa úrslitin eftir átta umferðir, ekki var um annað að ræða í þessu „fordæmalausa“ástandi.

Ég var rétt að hefja verðlaunasöfnun er þessu öllu var sjálfhætt en var þó komið með ýmislegt, þ.á.m. vegleg páskaegg sem ekki geta beðið þar til eftir páska.

Ég hef því ákveðið að veita besta liðinu sín verðlaun og fyrir þrjú efstu sætin í einstaklingskeppninni nú fyrir páskana, enda komin í hús, og einnig hef ég dregið út nöfn þeirra sem fá páskaegg og fleira sem ég var komin með, þó ekki væri nema til að rýma heimilið.

Verðlaunaafhendingu er þó engan veginn lokið og það sem eftir er af henni verður frestað þangað til síðar. Þá er ég að tala um nokkur sæti í viðbót í báðum flokkum og hugsanlega einhvern meiri útdrátt.

Hér á eftir fer listi yfir þá sem hljóta verðlaun í þessari umferð og þeirra sem dregnir voru út úr öllum nafnalistanum. Mér þætti vænt um að verðlaunin verði sótt heim til mín en endilega hringja á undan sér. Ég er að mestu leyti í sjálfskipaðri sóttkví en á það þó til að skreppa eitthvað, svo ég endurtek – hringið á undan ykkur í síma 8983795.

Lið nr. 1 hlýtur 4x25 þúsund kr. gjafabréf frá ECCO.

Jón Karlsson og Jóhann Halldór Sveinsson voru efstir og jafnir í einstaklingskeppninni og fá þeir hvor um sig 40 þúsund kr. gjafabréf frá Golfskálanum og Erninum. Jónas Gunnarsson varð þriðji og fær hann 30 þúsund kr. gjafabréf frá ECCO

Þeir sem voru dregnir út:

 • Fjsk.pakki frá Innnes: Sigurður Árni Magnússon (lið 27)
 • Fjsk.pakki frá Innnes: Sigurður V. Guðjónsson (15)
 • Golfkennsla hjá Jóni Karlssyni: Guðmundur Hannesson (3)
 • Srixon-dúsín: Steinþór Jónasson (64)
 • Srixon-dúsín: Guðjón G. Bragason (50)
 • Páskaegg frá Nóa/Síríus: Einar B. Indriðason (6)
 • Páskaegg frá Nóa/Síríus: Oddur Sigurðsson (16)
 • Páskaegg frá Nóa/Síríus: Guðmundur Friðbjörnsson (23)
 • Páskaegg frá Nóa/Síríus: Reynir Baldursson (11)
 • Páskaegg frá Nóa/Síríus: Rúnar Már Jónatansson (24)
 • Páskaegg frá Nóa/Síríus: Sigurjón Einarsson (70)
 • Páskaegg frá Kólus: Hafliði Halldórsson (59)
 • Páskaegg frá Kólus: Einar Björgvin Birgisson (42)
 • Páskaegg frá Kólus: Henning Haraldsson (61)
 • Páskaegg frá Kólus: Þorfinnur Hannesson (6)
 • Páskaegg frá Kólus: Jón Ágústsson (31)
 • Páskaegg frá Kólus: Runólfur G. Fleckenstein (68)
 • Morgunverðarsett frá LÍ: Guðmundur Ó. Hauksson (58)
 • Morgunverðarsett frá LÍ: Hinrik Stefánsson (61)
 • Morgunverðarsett frá LÍ: Emil Hilmarsson (23)
 • Morgunverðarsett frá LÍ: Halldór Jónasson (70)
 • Smápk. Frá LÍ og Christel heildv. Gunnbjörn Marinósson (35)
 • Smápk. Frá LÍ og Christel heildv. Rúnar Guðjónsson (58)
 • Smápk. Frá LÍ og Christel heildv. Björn Haraldsson (64)
 • Smápk. Frá LÍ og Christel heildv. Garðar Halldórsson (42)
 • Smápk. Frá LÍ og Christel heildv. Árni Sveinsson (69)
 • Smápk. Frá LÍ og Christel heildv. Bragi Már Bragason (12)

Endilega nálgist þetta sem allra fyrst – ég þarf að fara að þrífa heima hjá mér fyrir páskana.

Annars bara kátur miðað við aðstæður.

 Gleðilega páska!

Halldór B. Kristjánsson
s: 898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit