ECCO- púttmótaröðin 2023 – Staðan eftir 1. umferð

Þá er púttmótaröðin hafin enn eitt árið og verður ekki annað sagt en hún fari þokkalega af stað. Fyrstu umferð af 10 lokið, þar sem 6 bestu umferðir telja. Það er því ekki of seint að skrá sig til leiks ef einhverjir vilja bætast í hópinn.

Reynir Baldursson, í liði 11 skipaði sér meðal bestu púttara klúbbsins, lék á 55 og fær þar með verðlaunin sem besti púttarinn þessarar umferðar – tíma í hermi hjá Viggó, Golfklúbbnum Fossaleyni 6. Næst á eftir Reyni kom stórpíparinn Cristian Þorkelsson í sama liði, höggi á eftir sem er besti hringur píparans um áraraðir þori ég að fullyrða. Meistarinn frá í fyrra byrjaði vel á 57 og ætlar sér að verja titilinn ef ég þekki hann rétt. Lið 11 er með 5 pútta forystu í liðakeppninni en þeir sem hafa verið með áður vita að þetta er bara rétt að byrja og allt getur gerst.

Skorkortin
En þá er það alvaran. Það þarf að vanda sig er fylla á út skorkortin. Flest skorkortin eru til fyrirmyndar en svo koma nokkur sem ekki eru alveg að gera sig. Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum. En þetta lögum við allt í næstu umferð.

Ég lenti í smávandræðum með Excel-skjalið og þess vegna hefur þetta tekið sinn tíma en vonandi hefur flest komist rétt til skila í öllum látunum, sem fylgir alltaf fyrsta kvöldinu, en ef ekki þá endilega komið með leiðréttingu næsta fimmtudag eða sendið mér póst.

Stefnan er sú að úrslit eftir hverja umferð birtist á grgolf.is morguninn eftir hverja umferð.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 1. umferð – 01 .umferð_2023

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795

leturval@litrof.is