ECCO: staðan eftir 2.umferð - Rúnar Guðmunds á 20 undir pari

ECCO: staðan eftir 2.umferð - Rúnar Guðmunds á 20 undir pari

Eins og öllum er ljóst ber að tilkynna umsjónarmanni áður en leikur hefst hver það er  sem ekki telur í liðakeppninni hverju sinni. Í gærkveldi fóru lið nr. 5 og 41 frekar illa út úr því þar sem bestu menn liðsins voru akkúrat þeir sem ekki töldu, Rúnar á 52 og Guðmundur Ó. á 53 púttum. En svona veða reglurnar að vera gagnvart þeim liðum sem aðeins eru skipuð þremur leikmönnum. Hins vegar eru 3ja manna liðin orðin svo fá að ekki væri vitlaust að hugsa þetta allt uppá nýtt fyrir næsta tímabil en það kemur bara í ljós. En ég ítreka að liðin verða að tilkynna hver hvílir áður en leikur hefst.

En það sem stóð uppúr í gærkveldi var lið nr. 18 sem skipað er fjórum leikmönnum en aðeins tveir mættu, Jón Kr. og Arnar Unnars og hann á hækjum. Þeir tveir gerðu sér lítið fyrir og komu inná besta liðsskorinu 110 pútt.   

Eins og áður segir – Gamla tuggan
Svo gerum við það núna að fastri reglu að þegar skorkort er sótt að láta umsjónar-mann vita hver telur ekki það kvöldið og hringinn góða utan um nafnið sem telur ekki.

Mótsgjaldið
Munið að taka 5 þúsund kallinn með þeir sem eiga eftir að greiða.

Annars bara kátur.

Hér er að finna stöðu liða og einstaklinga eftir 2. umferð Ecco.02 umf.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit