ECCO: staðan eftir 4. umferð

ECCO: staðan eftir 4. umferð

Besta skor gærdagsins átti Ragnar Ólafsson 54 pútt, og lið hans heldur forystunni eins og staðan er í dag en það er stutt í næstu lið. Baráttan á toppi einstaklingskeppninnar er líka hörð og verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Ég gleymdi að geta þess að Andri Jón Sigurbjörnsson átti besta skor 3ju umferðar, 56 pútt á erfiðum velli, og biðst ég afsökunar á því.

Nú eru sex umferðir eftir og þeir sem byrjað hafa illa verða nú að gyrða sig í brók og taka á honum stóra sínum því eins menn vita telja bestu sex hringirnir, þ.e.a.s. 4 lökustu hringirnir detta út. Það hefur aðeins borið á því að þeir sem ekki telja í það og það skiptið hafa ekki skilað inn skori þar sem þeir töldu sig ekki skipta máli en það er alls ekki svo. Þeirra skor telur í einstaklingskeppninni og verður því að skilast eins og hjá hinum í liðinu.

Svona aðeins til gamans má geta þess að allir fjórir leikmenn liðs 21 komu inn á sama skori sem sést ekki á hverjum degi. 

Annars er ég bara kátur með þetta allt saman og vona að ég sé ekki einn um það!

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð.

Ecco_04 umferd.xlsx 

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit