Samkvæmt staðarreglum GR gilda færslur á brautum og flötum aðeins til 15. júní. Það merkir að frá og með þriðjudeginum 15. júní gilda eftirfarandi reglur eins og kemur fram í staðarreglum:
- Á Korpunni, eru engar færslur leyfðar, hvorki á braut né á flötum.
- Í Grafarholtinu, eru engar færslur leyfðar á flötum, en færslur á braut gilda allt árið.
Eftir 15. september, verða allar færslur leyfðar aftur, skv. staðarreglum.
Ef menn eru að spila í móti og telja sig liggja á braut/flöt á mjög ósanngjörnum stað og telja sig ekki getað slegið boltann eins og þeir vilja, þá er hægt að hringja í dómara mótsins sem metur svæðið og merkir blátt ef hann telur svæðið vera þess eðlis.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að sjá frétt frá yfirdómara fyrr í sumar: Færslur á brautum og flötum á grgolf.is
Fyrir allar athugasemdir og nánari upplýsingar eru meðlimir beðnir um að senda tölvupóst á domari@grgolf.is