Flott skor hjá GR konum á þriðja púttkvöldi

Flott skor hjá GR konum á þriðja púttkvöldi

Spennan eykst í púttmótaröð GR kvenna en þriðja kvöld púttmótaraðarinnar fór fram á Korpunni í vikunni. Eins og fyrri daginn mætti fjöldi kvenna til leiks með kylfurnar að vopni og það verður að segjast eins og er að það er alltaf gaman að sjá okkar konur fylla sali okkar góða samfélags. Skorið var með afburðum flott eins og reikna má með hjá GR konum en að þessu sinni var ein kona á besta skori kvöldsins, 26 höggum, og það er hún Lovísa Sigurðardóttir. GR konur óska Lovísu til hamingju og getur hún vitjað vinnings síns hjá okkur nefndarkonum næsta þriðjudag.

Nú þegar þrjú kvöld eru liðin fer spennan að aukast í mótaröðinni sjálfri til Púttmeistara GR kvenna 2017. Fjögur bestu skiptin telja og bara gaman að sjá hvernig keppnin þróast á næstu vikum. Sviptingar eru á toppnum eins og vænta má en nú eru fjórar jafnar í fyrsta sæti, þær Sandra Margrét, Signý Marta, Lovísa Sigurðar og Sjöfn S Sveinsdóttir. Stutt er í næstu konur og alveg öruggt að margt getur gerst.

Næsta þriðjudag er fjórða púttkvöldið af átta svo enn geta konur slegist í för og spreytt sig á þessari vinsælu afþreyingu GR kvenna yfir vetrarmánuðina. Endilega hvetjið vinkonur til að mæta og slást í hópinn. Það er svo miklu skemmtilegra að vera saman.

Í viðhengi er staðan að loknum þremur púttkvöldum.

Sjáumst kátar í næstu viku

Kær kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit