FOOTJOY - SUMARMÓTARÖÐ GR KVENNA: STAÐAN EFTIR FIMM UMFERÐIR - SKRÁNING Í LOKAHÓF

FOOTJOY - SUMARMÓTARÖÐ GR KVENNA: STAÐAN EFTIR FIMM UMFERÐIR - SKRÁNING Í LOKAHÓF

Fimmta umferð í Footjoy sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Grafarholti síðasta mánudag.  Til leiks mættu 54 konur.  

Efst í þessu móti var Halldóra M. Steingrímsdóttir sem lék á 40 punktum. Í öðru sæti var Freyja Önundardóttir á 39 punktum og þriðja sætið tók Ágústa Hugrún Bárudóttir á 38 punktum. 

Mælingar voru á 2 brautum og var það Laufey Valgerður Oddsdóttir sem var næst holu á 6 braut eða 203 cm frá.   Á 18 braut var það svo Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og var hún 275 cm frá holu.   Til hamingju stelpur, vel gert.

Næsta mánudag er svo lokaumferðin hjá okkur og verður hún leikin upp á Korpu, lykkjan Sjórinn/Áin. Þennan dag verður að vera búið að skila inn skorkorti fyrir kl 20:00, þar sem eftir hring verður svo lokahófið okkar þar sem boðið verður upp á smárétti, veitt verðlaun fyrir mótið og dregið úr skorkortum.    

Lokahófið er á 2 hæð upp á Korpu og hefst kl 20:00. Endilega bókið ykkur á viðburðin svo hægt sé að panta veitingar miðað við fjölda:
https://www.facebook.com/events/1087763142135851/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22surface%22%2C%22surface%22%3A%22groups_highlight_units%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D


Hér má svo sjá öll úrslit af degi 5:
https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3496252/results

Staðan eftir 5 umferðir er svo þannig að efst er Laufey Valgerður Oddsdóttir með samtals 120 punkta.  Í öðru sæti er Halldóra M Steingrímsdóttir með 116 punkta og svo eru 3 sem deila núna 3ja sætinu með 112 punkta, enn það eru þær Sigríður Rafnsdóttir, Ágústa Hugrún Bárudóttir og Íris Ægisdóttir. Hörku spenna fyrir lokadaginn, enn ef það verður jafnt eftir hann þá fer þetta eftir betra skori á seinni 9. 

Og hér er svo hægt að fylgjast með stöðunni í mótinu öllu:
https://www.golfbox.dk/portal/golf_info/gbtourframe.asp?selected={CC74A204-A100-4547-9A48-63BF5E02C2D2}&language=1039&=undefined#/orderofmeritrounds/173533

 

Til baka í yfirlit