Fyrsti vinavöllur GR á Vestfjörðum – Tungudalsvöllur hjá Golfklúbbi Ísafjarðar

Fyrsti vinavöllur GR á Vestfjörðum – Tungudalsvöllur hjá Golfklúbbi Ísafjarðar

Það bætist enn í hóp vinavalla GR fyrir sumarið og hefur fyrsti vinvallasamningur nú verið undirritaður við Vestfirði hjá Golfklúbb Ísafjarðar. Tungudalsvöllur er níu holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar. Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal og býður klúbburinn upp á alla þá aðstöðu sem kylfingar þurfa þegar mætt er til leiks, æfingasvæði og veitingasölu.

Tungudalsvöllur er ellefti vinavöllurinn sem félagsmenn GR geta nýtt sér aðgang að í sumar, félagsmenn GR fá 50% afslátt af vallargjöldum þegar leikið er á Tungudalsvelli sama hvort leiknar eru 9 eða 18 holur. Til að bóka tíma þarf að hafa samband við skrifstofu GÍ og hafa GR-ingar 3ja daga bókunarfyrirvara á völlinn. Áður en leikur hefst skulu félagar staðfesta félagsaðild sína og ganga frá greiðslu vallargjalds. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti, sbr. fyrirtækjamót.

Við fögnum nýju samstarfi við Golfklúbb Ísafjarðar og vonum að félagsmenn sem eiga leið um Vestfirði nýti sér það að spila Tungudalsvöll í sumar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit