Gerum góða vell enn betri – tilkynning frá vallarstjórum

Gerum góða vell enn betri – tilkynning frá vallarstjórum

Vellir félagsins opnuðu snemma þetta árið og hafa verið vel sóttir af félagsmönnum og öðrum kylfingum frá því í byrjun maí. Þrátt fyrir snemma opnun þá eru vellirnir okkar enn viðkvæmir eftir veturinn og viljum við biðja kylfinga að sameinast um það að ganga varlega um vellina, laga torfu- og boltaför, virða girðingar þar sem þær eru settar upp.

Það er aldrei of oft sagt að lagfæring á boltaförum hefur mikið að segja fyrir gæði vallarins, flatir og brautir verða seint betri ef kylfingar ganga ekki frá þeim förum sem þeir skilja eftir sig við leik á velli.

Kveðja,
Vallarstjórar

Til baka í yfirlit