Glæsilegt skor í Opna Nocco í dag

Opna Nocco 2022 var leikið í blíðskapaveðri á Grafarholtsvelli í dag þótt að morguninn hafi verið kaldur, fullbókað var í mótið og voru fyrstu keppendur ræstir út kl. 08:20 í morgun. Keppt var í höggleik og punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki ásamt þremur efstu sætunum í punktakeppni, besta skor dagsins í karlaflokki átti Böðvar Bragi Pálsson, spilaði frábært golf og kom inn á 62 höggum og í kvennaflokki átti María Björg Sveinsdóttir besta skorið, hún lék á 83 höggum.

Í punktakeppni var keppt í karla- og kvennaflokki og verðlaun veitt fyrir 3 efstu í hvorum flokki fyrir sig auk þess sem nándarverðlaun voru veitt fyrir þann sem næstur er holu á öllum par 3 brautum vallarins auk lengsta teighögg á 3.braut. Öll úrslit dagsins má sjá í mótaskrá á Golfbox en helstu úrslit dagsins urðu þessi:

Besta skor karla: Böðvar Bragi Pálsson 62 högg

Besta skor kvenna: María Björg Sveinsdóttir 83 högg

Punktakeppni karla:

  1. Marel Jóhann Baldvinsson 47 punktar
  2. Karl Elí Karlsson 45 punktar
  3. Jóhann Sölvi Júlíusson 42 punktar (bestur seinni 9)

15.sæti: Steinþór Sigurðsson 38 punktar

Puntkakeppni kvenna:

  1. Vilhelmína Þ Þorvarðardóttir 38 punktar
  2. Svenný Sif Rúnarsdóttir 37 punktar
  3. Þórunn Elfa Bjarkadóttir 36 punktar (betri seinni 9)

15.sæti: Birgitta Maren Einarsdóttir 28 punktar

Nándarverðlaun:

2.braut – Davíð Ingimarsson 39 cm
6.braut – Stefán Jóhannsson 1,37 m
11.braut – Friðrik Þór Ólafsson 0,65 cm
17.braut – Jón Kjerúlf 0,66 cm
18.braut – Bjarni Þór Lúðvíksson 1,91 m

Lengsta teighögg á 3.braut: Birgitta Maren Einarsdóttir

Við þökkum keppendum kærlega fyrir daginn og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu.

Haft verður samband við vinningshafa á netföng þeirra sem eru á Golfbox.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Core heildsölu