Golfa.is púttmótaröð GR kvenna - Alda Jóhanna púttmeistari 2023

Golfa.is púttmótaröð GR kvenna - Alda Jóhanna púttmeistari 2023

Það voru 127 konur sem komu að pútta þegar lokaumferðin í Golfa.is púttmótaröðinni var leikin, miðvikudaginn 1. mars. Mjótt var á munum á milli efstu kvenna og skoða þurfti seinni 9 holurnar sem skáru úr um að ákvarða vinningshafa.

Úrslitin urðu þessi:

  1. sæti á 84 höggum - Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir
  2. sæti á 85 höggum - Sólveig Pétursdóttir
  3. sæti á 85 höggum - Bertha Kristín Jónsdóttir

Vinningshafar fengu í verðlaun gjafabréf frá Golfa.is aðalstyrktaraðila púttmótaraðarinnar í ár. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og þökkum Golfa.is ásamt öðrum styrktaraðilum fyrir sitt framlag.

Dregin voru út 15 skorkortaverðlaun sem GR konur og voru þær heppnu þessar:

  • Gjafabréf fyrir merkingu á golfpoka frá Ordino - Kristín Hassing
  • Gjafabréf fyrir merkingu á golfpoka frá Ordino - Anna Svandís Helgadóttir
  • Gjafabréf fyrir merkingu á golfpoka frá Ordino - Sigrún Hafsteinsdóttir
  • Gjafabréf frá Kllúbbhúsinu - Kristín Guðbjörnsdóttir
  • Gjafabréf frá Klúbbhúsinu - Þóra Sigríður Sveinsdóttir
  • Golfa.is gjafabréf - Gunnþórunn Geirsdóttir
  • Golfa.is gjafabréf - Helga Ívarsdóttir
  • Golfa.is gjafabréf - Kristi Jo
  • Stonewall Kitchen gjafapoki - Hulda Karen Auðunsdóttir
  • Advania brúsi og handklæði - Kristín Ólafía Ragnarsdóttir
  • Advania brúsi og handklæði - Kristín Jóhann Hirst
  • Gjafabréf fyrir 2 á Odd - Guðrún Gunnarsdóttir
  • Gjafabréf fyrir 2 á Hlíðavöll - Áslaug Svavarsdóttir
  • Boltakort í Bása - Sigríður Kristjánsdóttir
  • Boltakort í Bása - Ásgerður Guðnadóttir

Á lokakvöldinu var stórskemmtileg tískusýning frá Golfa.is þar sem hluti af golfhópnum Dívurnar tóku að sér módelstörf og gerðu það frábærlega. 

Kvennanefnd þakkar góða mætingu á púttmótaröðina og konum fyrir frábæra stemmingu í lokahófinu. 

Hlökkum til að sjá ykkur á vormóti GR kvenna þann 21. maí!

Til baka í yfirlit