Golfreglubreytingar 2019 kynntar á golf.is

Golfreglubreytingar 2019 kynntar á golf.is

Eins og félagsmenn og aðrir kylfingar hafa fengið upplýsingar um þá hafa breytingar orðið á golfreglum sem tóku gildi nú um áramót. Golfsambandið hefur útbúið undirsíðu á vef sínum www.golf.is þar sem er að finna samantekt yfir þær reglur og reglubreytingar sem hafa verið gerðar og eru þær settar fram á skemmtilegan hátt.

Við munum kynna reglurnar á facebook síðu klúbbsins ásamt því að haldin verða reglukvöld fyrir félagsmenn okkar þegar nær dregur opnun valla. Reglukvöldin verða kynnt síðar.

Golfreglur og reglubreytingar

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit