Golfskóli GR – sumar 2021, opið fyrir skráningar

Golfskóli GR – sumar 2021, opið fyrir skráningar

Búið er að opna fyrir skráningar í Golfskóla GR sem eru skemmtileg 4ja daga námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára. Námskeið 6-9 ára er haldið í Korpúlfsstöðum og námskeið 10-15 ára í Básum, Grafarholti.

Skráningarhlekk má finna hér

Markmið Golfskóla GR er kynning golfíþróttarinnar og kynda áhuga barna á íþróttinni. Kennd verða öll atriði golfleiksins, allt frá púttum til teighögga auk þess að farið er yfir þær reglur og siði sem eru við lýði á golfvellinum. Fjölbreyttir leikir og búnaður t.d. SNAG verða notaðir á meðan námskeiðum stendur sem hafa það að markmiði að auka samhæfingu, jafnvægi, liðleika og hreyfiþorska barna. Skemmtilegheit verða í forgrunni.

Námskeiðin verða kennd frá kl. 09:00-13:00 og verða  í boði á eftirfarandi dagsetningum:

Vika 1 14.-16. júní (3 dagar)  kr. 13.500
Vika 2 21.-24. júní  kr. 17.900
Vika 3 28.-30. júní kr. 17.900
Vika 4 12.-15. júlí kr. 17.900
Vika 5 26.-29. júlí kr. 17.900

*Veittur er 20% systkinafsláttur af námkeiðsgjaldi.

Innifalið í verði
Innifalið í Golfskóla GR er aukaaðild í GR. Aukaðild GR inniheldur sumaraðgang að 9 holu æfingavellinum (Thorsvöllur) í Korpúlfsstöðum og 6 holu æfingavellinum (Grafarkot) í Grafarholtinu. Að auki fá iðkendur boltakort (Silfurkort) í Básum og tveggja vikna prufutíma á sumaræfingum Golfklúbbs Reykjavíkur**

Lýsing á námskeiðum
Námskeiðin eru kennd af meistaraflokks- og afrekskylfingum. Ekki eru fleiri en 8 iðkendur á hvern leiðbeinanda. Iðkendum er skipt niður eftir aldri og kyn ef mögulegt.

Á mánudögum til miðvikudags æfir hver hópur fyrir sig frá kl. 9 til 11, nestistími frá 11-11.30 og svo æfingar/þrautir/mót frá 11.30 til kl. 13.00.

Á fimmtudegi verða skemmtileg golfmót og þrautir sem enda með pizzupartýi og afhendingu viðurkenningarskjala fyrir þátttöku í Golfskóla GR.

Aðstaða og búnaður
Á námskeiði 6-9 ára verður tekið á móti iðkendum á efri hæð klúbbhússins á Korpúlfsstöðum. Hvatt er til þess að börn hafi nesti meðferðis en mögulegt er að kaupa mat og drykki í veitingasölu klúbbhússins. Ef veðurskilyrði eru ekki góð munu iðkendur vera í innanhúsaðstöðu Korpúlfsstaða.

Á námskeiði 10-15 ára verður tekið á móti iðkendum fyrir framan aðalinngang Bása, æfingasvæði GR í Grafarholti. Börn eru hvött að hafa nesti meðferðis. Ef veður er óhagstætt mun kennsla fara fram einungis innan veggja æfingasvæðisins Bása og klúbbhús Grafarholts.

Ekki er nauðysnlegt að eiga golfbúnað til að taka þátt í Golfskóla GR. Hægt er að fá lánaðan búnað á meðan skóla stendur.

*Iðkendur sem eru á 3ja daga golfnámskeiði 14-16 júní - Golfmót og pizzupartý verða á lokadegi námskeiðsins sem er miðvikudaginn 16. júní.

**Hafa þarf samband við íþróttastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur ef iðkandi í Golfskóla GR hefur áhuga á að koma á sumaræfingar. Einungis er aðgangur að æfingum en ekki öðrum fríðindum t.d. meistaramót og öðrum viðburðum. Mögulegt er að nota prufutímann hvenær sem er yfir sumarið á meðan sumaræfingum stendur (1. júní til 15. september). Einungis er hægt að nota prufutímann í heilu lagi.

 

 

 

Til baka í yfirlit