Göngum vel um vellina – lögum kylfu- og boltaför

Félagsmenn og kylfingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa í huga mikilvægi þess að laga eftir sig kylfu- og boltaför á völlum félagsins.

Þegar liðið er langt á sumarið og veðurfar breytist þá verður gróandinn á völlunum minni og því enn mikilvægara að við stöndum vaktina saman, göngum frá torfusneplum á brautum og notum gaffalinn á flöt.

Fyrir þá sem eru óvissir um hvernig á að lagfæra boltaför á flötum má smella hér fyrir myndband með leiðbeiningum

Hjálpumst að við halda völlunum góðum og göngum vel um!

Kveðja,
Vallarstjórar