GR konur athugið - Sumarmótaröð

GR konur athugið - Sumarmótaröð

Mótssjórn GR og kvennefndin hafa ákveðið að bæta við einni umferð í Úrval Útsýn sumarmótaröðinni. Miðvikudaginn 21. ágúst spilum við Korpuna, búið er að forskrá fyrir okkur frá kl. 8:00 – 14.50 þennan dag. Þær konur í mótaröðinni sem vilja nýta sér forskráðu rástímana þurfa að gera það símleiðis í síma: 5850203 fyrir kl. 16:00 laugardaginn 17. ágúst. Sunnudaginn 18. ágúst kl. 8:00 opnast fyrir almenna skráningu til kl. 14:50 fyrir þennan dag og mánudaginn 19. ágúst kl. 8:00 opnast fyrir almenna skráningu eftir kl. 14:50.

Kær kveðja, kvennanefndin

Til baka í yfirlit