Grafarholtsvöllur lokar fyrir veturinn

Grafarholtsvöllur lokar fyrir veturinn

Grafarholtsvelli verður lokað fyrir veturinn frá og með morgundeginum, 15. nóvember.

Það hefur verið frábært að geta haft velli félagsins opna svona langt fram á haustið enda veðrið búið að bjóða upp á það að félagsmenn geti notið þess að spila þó komið sé fram í miðjan nóvember.

Lykkjur Korpunnar, Sjórinn og Landið, munu vera opnar eitthvað áfram og verður tilkynnt þegar lokun er fyrirhuguð.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit