Íslandsmót unglinga – Áskorendamótaröðin, frábær árangur GR-inga um helgina

Íslandsmót unglinga – Áskorendamótaröðin, frábær árangur GR-inga um helgina

Íslandsmót unglinga í höggleik var haldið á Leirdalsvelli í Garðabæ um liðna helgi þar sem yngri kylfingar frá öllum landshornum kepptu til verðlauna. Íslandsmótið var síðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni og var mikil spenna í baráttunni um stigameistaratitla í öllum aldursflokkum. Samhliða fór lokamótið á Áskorendramótaröðinni fram á Setbergsvelli þar sem yngstu kylfingarnir etjuðu kappi hvort við annað með brosið og leikgleðina að vopni.

Ungir kylfingar úr GR áttu frábæru gengi að fagna í mótinu og þess ber að geta að Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Kjartan Sigurjón Kjartansson gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi, Kjartan á fyrsta keppnisdegi á 17. braut og Jóhanna Lea á öðrum keppnisdegi á 13. braut. Við óskum þeim innilega til hamingju með afrek helgarinnar.

Hart var barist í öllum flokkum hjá stelpum og strákum og tryggðu GR krakkarnir þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Böðvar Bragi Pálsson og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir sér Íslandsmeistaratitla í sínum aldursflokkum. Til hamingju með Íslandsmeistaratitlana krakkar!

GR eignaðist einnig stigameistara í fjórum aldursflokkum þegar þau Nína Margrét Valtýsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Böðvar Bragi Pálsson og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir tryggðu sér sigur í titilbaráttunni um helgina og færum við þeim hamingjuóskir með frábæran árangur í sumar!

GR átti fleiri fulltrúa á verðlaunapalli í Íslandsmótinu og á Áskorendamótaröðinni og óskum neðangreindum kylfingum úr GR og öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn í Íslandsmótinu og á mótaröðinni í sumar.

Helstu úrslit hjá ungum kylfingum úr GR:

Íslandsmeistarar unglinga 2019

 • Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 14 ára og yngri stelpur
 • Böðvar Bragi Pálsson GR 15 – 16 ára piltar
 • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 17 – 18 ára stúlkur

Verðlaunasæti í Íslandsmóti unglinga

 • Helga Signý Pálsdóttir GR 2.sæti 14 ára og yngri stelpur
 • Kjartan Sigurjón Kjartansson GR 2. sæti 15 – 16 ára piltar
 • Bjarney Ósk Harðardóttir GR 3. sæti 15 – 16 ára stúlkur
 • Nína Margrét Valtýsdóttir GR 3. Sæti 15 – 16 ára stúlkur


Stigameistarar GSÍ 2019

 • Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 14 ára og yngri stelpur
 • Nína Margrét Valtýsdóttir GR 15 – 16 ára stelpur
 • Böðvar Bragi Pálsson GR 15 – 16 ára piltar
 • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 15 – 16 ára stúlkur


Verðlaunasæti á stigalista GSÍ

 • Tómas Eiríksson Hjaltested GR 2. sæti 17 – 18 ára piltar
 • Ásdís Valtýsdóttir GR 3. sæti 17 – 18 ára stúlkur
 • Finnur Gauti Vilhelmsson GR 3. sæti 15 – 16 ára piltar
 • Helga Signý Pálsdóttir GR 3.sæti 14 ára og yngri stelpur
Áskorendamótaröðin (GSE)

9 holur flokkar

Stúlkur 10 ára og yngri

 1. Margrét Jóna Eysteinsdóttir GR

Drengir 10 ára og yngri

 1. Hjalti Kristján Hjaltason GR

Stúlkur 12 ára og yngri

 1. Ninna Þórey Björnsdóttir GR


18 holu flokkar

14 ára og yngri stúlkur

 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir GR
 2. Brynja Dís Viðarsdóttir og Þóra Sigríður Sveinsdóttir GR

Öll úrslit úr mótum helgarinnar er að finna á golf.is

Við óskum verðlaunahöfum og öllum GR-ingum til hamingju með frábæran árangur um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit