Íþróttaskóli GR fyrir börn á aldrinum 4-7 ára

Íþróttaskóli GR fyrir börn á aldrinum 4-7 ára

Íþróttaskóli Golfklúbbs Reykjavíkur sem ætlaður er börnum á aldrinum 4 til 7 ára hefst í mars. Aðalmarkmið skólans er að efla hreyfifærni barnanna með skemmtilegum þrautum þar sem meðal annars notast við SNAG búnað (Starting New At Golf). Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 6. mars og er til 24. apríl eða alls 8 skipti. Kennt verður í inniæfingaaðstöðu GR á Korpúlfsstöðum, 50 mínútur í senn og verður hópunum skipt sem hér segir: 

  • Íþróttaskóli 4-5 ára: Laugardagar 09:00 til 09:50
  • Íþróttaskóli 6-7 ára: Laugardagar 10:00 til 10:50

Hámarksfjöldi í hvorn hóp er 14, foreldrar þurfa að vera viðstaddir á meðan æfingu stendur.

Kennari íþróttaskóla GR er Haukur Már Ólafsson. Haukur útskrifaðist frá PGA á Íslandi árið 2015 og hefur mikla reynslu af kennslu barna- og unglingastarfi en hann hefur meðal annars sinnt starfi unglingaþjálfara hjá GKG. Haukur er einnig menntaður íþróttafræðingur og starfar sem íþróttakennari í Lindaskóla, Kópavogi.

Verð fyrir barn er kr. 24.000 og er 20% systkinaafsláttur veittur af námskeiðsgjaldi.

Skráningar hefjast föstudaginn 19. febrúar og fara fram í gegnum https://grgolf.felog.is/

Hlökkum til að taka á móti yngstu kynslóðinni!

Þjálfarar GR

Til baka í yfirlit