J. Lindeberg bikarinn – Riðlakeppni lokið

J. Lindeberg bikarinn er keppni milli golfhópa þar sem 6 kylfingar leika hvern leik. Það voru 16 lið sem skráðu sig til leiks. Dregið var í 4 riðla og léku liðin í hverjum riðli gegn hvort öllu. Riðlakeppnin fór fram í júní og léku liðin einn leik í vilu þrjár vikur í röð.

Riðlakeppninni er nú lokið og hafa tvö efstu liðin í hverjum riðli tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Keppnin hefst aftur í ágúst og þá verður leikið með útsláttar fyrirkomulagi. Lokastaðan í riðlakeppninni má sjá í meðfylgjandi töflu.

Faxar og Nalúk komust áfram úr riðli 1, Kötlur og ELÍTAN úr riðli 2, Matgæðingar og Minkurinn úr riðli 3 og Nafnlausa Golffélagið og Ásar úr riðli 4.

Í átta liða úrslitum mætast Faxar og Ásar í einum leik, Kötlur og Matgæðingar í öðrum leik og sigurvegarar þessara tveggja leikja mætast í undanúrslitum. Í hinum tveimur leikjum átta liða úrslitanna mætast Minkurinn og ELÍTAN annars vegar og hins vegar Nafnlausa Golffélagið gegn Nalúk. Sigurvegari þeirra leikja mætast í hinum undanúrslitaleiknum.